Nýtt menntunarákvæði í rammasamningi sjúkraþjálfara við SÍ

Bókun 2 komin til framkvæmda, skv. rammasamningi sjúkraþjálfara við SÍ sem gerður var í febrúar 2014

31.3.2016

Bókun 2 komin til framkvæmda, skv. rammasamningi sjúkraþjálfara við SÍ sem gerður var í febrúar 2014

Það gleðilegt að segja frá því að almennt ríkir mikil ánægja meðal félagsmanna með hið nýja ákvæði um álag fyrir viðbótarmenntun í rammasamningi sjúkraþjálfara við SÍ, og greint hefur verið frá í fyrri póstum. Um þetta ákvæði samdist við samningaborðið í upphafi árs 2014 og var sett í bókun, þar sem það myndi ekki virkjast fyrr en nú í febrúar 2016.

Þó nokkrir sjúkraþjálfarar hafa nú þegar farið í gegnum umsóknarferlið og hafa fengið samþykktar álagsgreiðslur og hvetjum við alla sem til lokið hafa tilskyldri viðbótarmenntun að gera slíkt hið sama. Við höfum fengið nokkrar ábendingar um atriði sem betur mættu fara í ferlinu og tökum við þeim fagnandi, betri og ítarlegri leiðbeiningar hafa nú verið gerðar. Einnig er að myndast upplýsingabanki um þekkt námskeið, sem fólk hefur sótt, og getum við vonandi fljótlega sett hann á heimasíðuna, svo fólk geti séð betur hvernig námskeiðin eru metin.

Nokkrir sérfræðingar í sjúkraþjálfun óskuðu eftir fundi með samninganefnd vegna þessa ákvæðis, þar sem þeir óskuðu eftir skýringum á framkvæmd þess og af hverju þetta skilaði sérfræðingum engu aukreitis. Við því var orðið og farið yfir að sérfræðingar væru búnir að vera með 10% álag frá árinu 2002. Allan þann tíma hafi það verið baráttumál að fá inn í samninginn þrep í áttina að sérfræðingum, áþekkt því sem þekkist launþegamegin. Það hafi nú tekist.

Þess ber að geta að álagsgreiðslur vegna menntunar í verktakasamningi eru einstakar og sjúkraþjálfarar eru eina fagstéttin sem er með slík ákvæði í sínum verktakasamningi við SÍ.

Leiðbeiningarnar og umsóknareyðublaðið hafa núverið sett á hér á heimasíðuna undir liðnum kjaramál -> verktakasamningar.

http://www.physio.is/kjaramal/samningar-sjalfstaett-starfandi/

Fh. samninganefndar FS
Unnur Pétursdóttir
Form. FS