Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar, fimmtudaginn 8. september 2016

Yfir 350.000 sjúkraþjálfarar í 112 félögum fagna deginum og vekja athygli á starfi sínu

25.8.2016

Yfir 350.000 sjúkraþjálfarar í 112 félögum fagna deginum og vekja athygli á starfi sínu

Kæru félagsmenn

Fimmtudaginn 8. sept nk. er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar. Árlega gefur heimssamband sjúkraþjálfara (WCPT) út slagorð dagsins og í ár er það, Add life to years, eða í íslenskri þýðingu: „Bættu lífi við árin“. Lögð er áhersla á þann þátt sjúkraþjálfunar sem eflir fullorðna einstaklinga til getu og sjálfshjálpar, þeim sjálfum og þjóðfélaginu til framdráttar.

Stjórn félagsins beinir því til félagsmanna að gefa deginum gaum, hver á sínum vinnustað og vekja athygli samstarfsfólks, skjólstæðinga og aðstandenda á starfi sjúkraþjálfara. Félagið mun láta birta auglýsingu í Fréttablaðinu í tilefni dagsins, setja status á Facebook sem félagsmenn eru beðnir um að deila áfram á sínum privat-síðum (við erum stoltir sjúkraþjálfarar) og formaður mun senda inn grein á vefmiðla um málefnið.

Margir eru nú þegar farnir að huga að deginum. Fagnefnd félagsins sendi út tilkynningu um daginn í síðustu viku, http://www.physio.is/um-felagid/utgafa/frettir/nr/345 , vitað er að sjúkraþjálfarar á Landspítala á öllum starfsstöðvum eru í startholum með ýmsar uppákomur, FSÖ og sjúkraþjálfarar á öldrunarheimilum eru að undirbúa daginn. Allir aðrir eru hvattir til að vekja athygli á deginum, hver á sinn hátt á sínum vinnustað.


Á vefsíðunni http://www.wcpt.org/wptday er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar og hugmyndir að því hvernig nýta má daginn til kynningar á faginu.


Meðfylgjandi er auglýsingin sem mun birtast í Fréttablaðinu, um að gera að prenta hana út og hengja upp sem víðast þennan dag, sjá:

Althjodadagur sjthj - auglysing 

Munið að taka myndir af deginum og senda félaginu! Látið nöfn þeirra sem birtast fylgja – munið að samþykki skjólstæðinga þarf fyrir myndbirtingum, ef þeir sjást.

 

Fyrir þá sjúkraþjálfara sem eru á Twitter, þá stendur #physiotalk fyrir twitter samræðum um sjúkraþjálfun þennan dag, fim 8. sept kl 19 (að íslenskum tíma), sjá: https://physiotalk.co.uk/2016/08/10/adding-life-to-years-using-the-evidence-sharing-innovation-worldptday-8th-september-8pm/

 

Sjúkraþjálfar – til hamingu með alþjóðlegan dag sjúkraþjálfunar þann 8. september

#bættulífiviðárin  #addlifetoyears


Unnur Pétursdóttir
Formaður FS