Uppfærðar starfsreglur Fræðslunefndar samþykktar á síðasta stjórnarfundi

Starfsreglur Fræðslunefndar hafa verið uppfærðar

10.12.2021

Starfsreglur Fræðslunefndar hafa verið uppfærðar

Í ljósi þess að nú er kominn starfsmaður hvers hlutverk er m.a. að létta undir með nefndum félagsins og afgreiða fyrirspurnir, þótti tilefni til að endurskoða starfsreglur Fræðslunefndar FS félagsfólki í hag. Starfsreglurnar voru endurskoðaðar af stjórn FS og Fræðslunefnd, og samþykktar á fundi stjórnar þann 7. desember 2021

Helstu breytingar eru eftirfarandi:

Úr fyrri starfsreglum: 

Ef einstaklingur hættir við þátttöku átta vikum fyrir námskeið getur hann fengið 65% af námskeiðsgjaldinu endurgreitt, 35% námskeiðsgjalds telst staðfestingagjald og fæst ekki endurgreitt.

Nýjar starfsreglur:

2. Ef einstaklingur hættir við þátttöku átta vikum fyrir námskeið getur hann fengið 75% af námskeiðsgjaldinu endurgreitt, 25% námskeiðsgjalds telst staðfestingagjald og fæst ekki endurgreitt. Ef einstaklingur hættir við þátttöku þegar tvær til átta vikur eru í að námskeið hefjist, getur hann fengið 50% af námskeiðsgjaldinu endurgreitt.

Sé fullbókað á námskeiðið og það tekst að fylla í plássið af biðlista fæst full endurgreiðsla námskeiðsins, óháð tímasetningu tilkynningar.

Ef um sérstakar aðstæður er að ræða (s.s. fráfall nákomins, skyndleg veikindi oþh.) er hægt að óska eftir því að erindi um endurgreiðslu þátttökugjalds verð tekið fyrir á fundi fræðslunefndar. Fræðslunefnd áskilur sér rétt til að samþykkja eða synja einstaka beiðnum óháð starfsreglum þessum.

Ný málsgrein í starfsreglunum:

Fræðslunefnd er heimilt að setja skilyrði fyrir þátttöku sem orsakast af sóttvarnarreglum eða öðrum aðstæðum í þjóðfélaginu sem kalla á sérstaka gát og skulu vera í samræmi við reglur hverju sinni. Sé um slíkt að ræða gilda þau viðmið sem upp eru gefin í lið 2 (sérstakar aðstæður). 

Uppfærðar starfsreglur má nálgast hér