Fræðslunefnd skipuleggur staðnámskeið á ný

Fræðslunefnd er farin að skipuleggja staðnámskeið á ný

23.4.2021

Vordagskrá Fræðslunefndar er að ljúka og skráning er hafin á staðnámskeið

Undanfarið ár hefur verið frábrugðið mörgum fyrri árum og þarf ekki að tíunda ástæður þess, það er öllum kunnugt á þessum tímapunkti. Ein af afleiðingum breyttra aðstæðna í samfélaginu var sú að Fræðslunefnd Félags sjúkraþjálfara þurfti að aflýsa og fresta meira og minna allri sinni dagskrá og fyrirhuguðum námskeiðum á síðasta ári. Til að bregðast við breyttum aðstæðum og sinna fræðsluhluverki sínu í heimsfaraldri skipulagði Fræðslunefnd samtals sjö rafræna fræðslufyrirlestra á vormánðum sem hefur verið sérstaklega vel tekið - en síðasti fræðslufyrirlesturinn í Vordagskránni mun fara fram 29. apríl nk 

Nú þegar bólusetningar eru langt komnar er tilefni til bjartsýni á mörgum sviðum, ekki síst hvað varðar staðnámskeið sem Fræðslunefnd hefur unnið hörðum höndum að því að endurskipuleggja. 

Við viljum því benda félagsfólki okkar á að nú þegar hefur verið opnað fyrir skráningu á þrjú námskeið á þessu ári. Við efumst ekki um að félagar séu jafn spenntir fyrir sí- og endurmenntun í ár sem og fyrri ár. 

Yfirlit yfir námskeið sem framundan eru má sjá á forsíðu og nánari upplýsingar má nálgast á viðburðayfirlitinu