Rannsókn: Nýgengi heilahristings meðal íslenskra íþróttamanna í efstu deildum

Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen er Doktorsnemi í Sálfræðideild | Háskólinn í Reykjavík

19.8.2020

Rannsakendur leita eftir samstarfi við sjúkraþjálfara sem sinna íþróttaliðum í efstu deild karla og kvenna í handbolta, fótbolta, körfubolta og íshokkí 

Kæru sjúkraþjálfarar

Eins og sjúkraþjálfarar vita geta afleiðingar heilahristings og höfuðáverka í íþróttum verið alvarlegar fyrir íþróttamenn og konur.
Sjúkraþjálfarar eru oft fyrstu viðbragðs- og matsaðilarnir eftir höfuðhögg í leik, og því er gríðarlega mikilvægt að sem flestir sjúkraþjálfarar sem sinna íþróttaliðum í efstu deild karla og kvenna í handbolta, fótbolta, körfubolta og íshokkí taki þátt í þessari rannsókn.

Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen er Doktorsnemi í Sálfræðideild | Háskólinn í Reykjavík og er þessi rannsókn hluti af doktorsverkefni hennar. Rannsóknin hefur fengið leyfi hjá Vísindasiðanefnd og farið er að lögum um persónuvernd í einu og öllu við framkvæmd hennar. 

Hér fyrir neðan eru helstu upplýsingar um rannsóknina:
Kynningarbréf til sjúkraþjálfara 
Kynningarbréf um rannsóknina
Kynning til íþróttamanna og kvenna- samfélagsmiðlapóstur

Heimasíða rannsóknarinnar er: nygengi.is

Ef þú kæri sjúkraþjálfari og liðið þitt viljið taka þátt þá sendiru póst á Ingunni með nafninu þínu og nafninu á liðinu þínu (lið+íþrótt), á netfangið ingunnu@ru.is 


Félag sjúkraþjálfara hvetur alla sjúkraþjálfara sem sinna íþróttaliðum í efstu deild karla og kvenna í handbolta, fótbolta, körfubolta og íshokkí að taka þátt í þessari rannsókn. Við hvetjum ykkur einnig til að hnippa í kollega og hafa samband við Ingunni í ingunnu@ru.is

Þátttaka okkar skiptir máli.